*

miðvikudagur, 26. júní 2019
Innlent 8. ágúst 2012 16:32

Samtök ferðaþjónustu segja hækkun vasksins rothögg

Forsvarsmenn SAF skilja ekki í því hvernig þingmönnum dettur í hug að hækka virðisaukaskatt á gistingu úr 7% í 25,5%.

Ritstjórn
Aðrir ljósmyndarar

Samtök ferðaþjónustunnar (SAF) furða sig á óstaðfestri frétt RÚV í hádegisfréttum í dag þess efnis að ríkisstjórnin hyggist hækka virðisaukaskatt á gistingu úr 7% í 25,5%. Samtökin telja að þetta skili sér í því að verðið muni hækka um 17,3%.

Fram kemur í tilkynningu frá SAF að fjármálaráðherra og iðnaðarráðherra hafi óskað eftir fundi með forystu samtakanna til að ræða þetta mál. Þá er bent á að í langflestum löndum Evrópu er gisting í neðra þrepi virðisaukaskatts með það að markmiði að fjölga ferðamönnum, ekki síst ráðstefnugestum. Hvergi sé meiri samkeppni en um ráðstefnugesti sem eru meðal verðmætustu gesta.  

Í tilkynningunni segir orðrétt:

„...því verður ekki trúað að þingmönnum detti í hug að veita ferðaþjónustunni slíkt rothögg. Því verður ekki trúað að ríkisstjórnin ætli að taka atvinnugrein, sem nú er á uppleið og skilar erlendum gjaldeyri sem aldrei fyrr, og skattpína hana út af markaðnum. 

Slík stórhækkun skatta verður að sönnu mikill fengur fyrir þá miklu svörtu atvinnustarfsemi sem þrífst í þessari grein og mun auka hana og skekkja þar með enn frekar samkeppnisstöðu þeirra sem vilja fara að lögum.

Samtök ferðaþjónustunnar spyrja hvort mönnum sé alvara?“

25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is