Tekjur Samtaka fjárfesta námu 26,7 milljónum króna á síðasta ári sem er aukning um 2,8 milljónir milli ára. Samtökin fengu 25 milljónir króna í rekstrarstyrki frá sjóði Samtaka fjárfesta. Samkvæmt heimildum Viðskiptablaðsins nema eignir sjóðsins um 900 milljónum króna. Tekjur umfram gjöld námu 1,8 milljónum króna sem er einnig aukning frá fyrra ári. Tekjur umfram gjöld voru neikvæðar um 862 þúsund árið 2011.

Eignir samtakanna námu 38,5 milljónum króna en eignir árið áður námu 36,8 milljónum króna. Þar af eiga samtökin samtals 22,8 milljónir á innlánsreikningum. Gjöld samtakanna námu tæpum 30 milljónum á árinu en þar vega þyngst laun og launatengd gjöld. Þau gjöld námu 12,8 milljónum króna en Vilhjálmur Bjarnason framkvæmdastjóri er eini starfsmaður samtakanna.

Vilhjálmur segir stjórnarlaun hafa haldist óbreytt en hans laun lækkuðu á árinu.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum Tölublöð hér að ofan.