Samtök fjárfesta eru félagsskapur almennra hlutabréfa- og sparifjáreigenda og hefur félagið þann tilgang að gæta hagsmuna fjárfesta. Ungir fjárfestar hafa leitað til þeirra varðandi það að vera í formlegu samstarfi en samkvæmt Alexander Jenssen Hjálmarssyni, formanni félagsins, hafa þeir ekki sýnt því neinn áhuga.

„Eftir að hafa rætt við systurfélög okkar sáum við hins vegar að þar er mikið og náið samstarf á milli Ungra fjárfesta og Félags fjárfesta sem auðveldar systurfélögum okkar mikið í sinni vinnu. Bæði í Svíþjóð og Danmörku vinna starfsmenn Félags fjárfesta einnig í þágu Ungra fjárfesta og aðstoða þau í allri sinni vinnu auk þess að í Danmörku hafa Ungir fjárfestar til að mynda eitt stjórnarsæti í Félagi fjárfesta sem mér finnst til fyrirmyndar. Það má þó ekki taka það frá þeim að þeir segjast vera tilbúnir að aðstoða okkur á ýmsan hátt vanti okkur aðstoð og til að mynda styrktu samtökin, ásamt Kauphöll Íslands, okkur um hluta ferðakostnaðarins vegna Ósló-ferðarinnar.“

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .