Stofnfundur Samtaka ungra bænda var haldinn í Dalabúð í Búðardal 23. október síðastliðinn.

Þetta kemur fram á vef Bændablaðsins en samtökin eru ætluð ungu fólki á aldrinum 18 til 35 ára sem hafa áhuga á landbúnaði og málefnum landsbyggðarinnar.

Á fundinum var kosin fimm manna stjórn sem er skipuð þeim Margréti Ósk Ingjaldsdóttur, Þjórsárnesi í Flóa, Oddnýju Steinu Valsdóttir, Butru í Fljótshlíð, Helga Hauki Haukssyni, Straumi í Hróarstungu, Sigurði Þóri Guðmundssyni, Holti í Þistilfirði og Gunnbirni Ketlissyni, Finnastöðum í Eyjafirði.

Helgi Haukur, sem kosinn var formaður félagsins segir í samtali við Bændablaðið að stofnfundurinn hafi í alla staði verið ákaflega vel heppnaður.

Sjá nánar á vef Bændablaðsins.