Samtök verslunar og þjónustu á Íslandi sendu fyrir nokkrum dögum ásamt systursamtökum sínum í Noregi erindi til Brussel þar sem farið var formlega frá að Evrópusambandið leiti leiða til einfalda endurgreiðslukerfi vegna tollálagningar á vörum sem eiga uppruna sinn að rekja til landa utan ESB. Þetta kom fram í ræðu Margrétar Kristmannsdóttur, formanns Samtaka verslunar og þjónustu á aðalfundi samtakanna í gær.

Málið snýst um að íslensk fyrirtæki flytja oft vörur inn frá löndum innan ESB sem eiga uppruna sinn að rekja til annarra landa sem eru utan sambandsins, t.d. frá Asíu. Tollar eru lagðir á vörurnar þegar þær eru fluttar inn til ESB og svo aftur þegar þær eru fluttar til Íslands. Hins vegar eiga birgar í Evrópu að geta fengið tollinn endurgreiddan sem lagður var á vegna innflutnings til ESB. Flækjustigið er hins of mikið að sögn Margrétar og það neita allir birgjar að standa í slíkri vinnu.

Samkvæmt Margréti hefur verslunin á Íslandi árum saman reynt að fá íslensk stjórnvöld í lið með sér en flestir hafi talið málið fyrirfram vonlítið og því hafi það dagað uppi. Erindið sem sent var nú á dögunum ásamt systursamtökum SVÞ í Noregi er aftur á móti næsta skref samtakanna þar sem þau hafi neitað að gefast upp.

Margrét tók dæmi um hve háir þessir svokölluðu ytri tollar geta verið. Ef þeir fengjust endurgreiddir þá ættu þeir að geta lækkað vöruverð hér á landi.

  • Fatnaður 15%
  • Skór 15%
  • Búsáhöld 10%
  • Leikföng 10%
  • Húsgögn 10%
  • Reiðhjól 10%
  • Dekk 10%
  • Raftæki 7 - 15%

Margrét gerir sér vonir um að þunginn í málinu verði meiri nú þegar verslun á Íslandi og í Noregi hafi sameinast í þessum slag.