Samuel Israel játaði í dag að hafa reynt að flýja réttvísina fyrir bandarískum dómstólum.

Eins og fjallað hefur verið um var hann dæmdur í 20 ára fangelsi að draga að sér fé frá viðskiptavinum vogunarsjóðsins Bayou Group.

Þegar Israel átti að gefa sig fram til að taka út dóminn mætti hann hins vegar ekki. Húsbíll hans fannst yfirgefinn á brú ásamt sjálfsmorðsbréfi.

Lögregluna grunaði að sjálfsmorðið væri sett á svið og fékk staðfestingu á því þegar kærasta Israel játaði að hafa hjálpað honum við flóttann í júní.

Í kjölfarið lýsti lögregla eftir Israel og hefur nú fundið hann.