Kaupþing greiddi ekki svokölluð japönsk samúræjabréf (sem líkja má við íslensk jöklabréf) sem voru á gjaldaga í dag og er þar með fyrsti evrópski bankinn sem greiðir ekki á gjalddaga að sögn Bloomberg fréttastofunnar.

Upphæðin sem um ræðir er um 50 milljarðar japanskra jena, sem nú er um 55 milljarðar íslenskra króna.

Bloomberg hefur eftir tveimur ónafngreindum viðmælendum sem eiga hluti í bréfunum að enn hefði engin greiðsla borist . Þá kemur fram að Kaupþing hefur sjö daga til viðbótar til að greiða fyrir bréfin.

„Ef ríkisstjórnin lætur bankann falla, þýðir það að hún hefur engan möguleika á að styðja bankakerfið í heild,“ hefur Bloomberg eftir Yasuhiro Matsumoto, sérfræðing hjá japanska fyrirtækinu Shinsei Securities í Tókýó.

Sjá nánar umfjöllun Bloomberg.