*

þriðjudagur, 27. júlí 2021
Innlent 15. nóvember 2004 09:46

Samvinnulífeyrissjóðurinn býður lán á 4,2% vöxtum

Ritstjórn

Sjóðfélögum í Samvinnulífeyrissjóðnum býðst nú lán gegn 1. veðrétti í fasteign á föstum 4,2% vöxtum. Þetta er í samræmi við nýjar lánareglur Samvinnulífeyrissjóðsins sem stjórn sjóðsins hefur samþykkt. Nýju 1. veðréttarlánin geta verið með jafngreiðslum (annuitet) eða jöfnum afborgunum. Þau eru verðtryggð miðað við vísitölu neysluverðs og lánstími 5-40 ár.

Hér eftir sem hingað til býður Samvinnulífeyrissjóðurinn svo venjuleg, verðtryggð lán á breytilegum vöxtum til allt að 40 ára og eru vextir á þeim lánum nú 4,49%.

Skilyrði er að ný lán sjóðsins, að viðbættum áhvílandi forgangsveðskuldum, fari ekki umfram 65% af áætluðu söluverði fasteignar.