Stjórn Samvinnulífeyrissjóðsins hefur ákveðið að lækka vexti á verðtryggðum lánum sjóðfélaga sinna. Þetta á við um lán sem sjóðurinn hefur veitt með breytilegum eða föstum vöxtum. Vextir lækka í 4,6% og munu síðan taka breytingum mánaðarlega samkvæmt ákvörðun stjórnar sjóðsins.

Þeir sjóðfélagar, sem nú greiða fasta vexti af lánum sínum, verða að undirrita umsókn um skuldbreytingu. Eyðublöð þar að lútandi verða send sjóðfélögum í pósti á næstu dögum til að auðvelda þeim framkvæmd málsins segir í tilkynningu frá sjóðnum.