Stjórnarfundur Hitaveitu Suðurnesja, sem haldinn var fyrr í dag, samþykkti að skipta félaginu í tvennt og aðskilja þannig samkeppnishluta félagsins og almannastarfsemi.

Er gert ráð fyrir að skiptingin eigi sér stað um næstu áramót. Þetta var samþykkt með atkvæðum fulltrúa Reykjanesbæjar og Geysis Green Energy.

Áður höfuð fulltrúar Hafnarfjarðarbæjar og Orkuveitu Reykjavíkur lagt fram breytingatillögu þar sem gert var ráð fyrir að fresta þessu til 1. júlí sem er lokafrestur samkvæmt lögum að gera þessa breytingu.

Félaginu verður skipt upp í tvö félög HS Orku og HS Veitur. Um leið var samþykkt að selja sveitarfélögunum auðlindaeignirnar, lönd og orku. Þær eru enn í HS Orku.

HS Orka verður í sameignareigu sveitarfélaga og einkaaðila eins og verið hefur en eignarhald á því verður frjálst. HS Veitur verða alfari í eigu sveitarfélaganna en ákvæði eru um að sá hluti starfseminnar sé að meirihluta í eigu opinberra aðila.

Að sögn Júlíusar Jónssonar, forstjóra Hitaveitu Suðurnesja, er gert ráð fyrir að uppskiptin eigi sér stað um næstu áramót en byggt verður á uppgjöri frá 30. júní sl.

- Hvað gerir þetta fyrir félagið?

,,Ég vill hafa sem fæst orð um það en þetta er samkvæmt lögum og við förum eftir þeim. Að sumu leyti flækir þetta málið en að öðru leyti getur það orðið til einföldunar,” sagði Júlíus.