Samþykkt var á aðalfundi Lífeyrissjóðs verkfræðinga á aðalfundi sjóðsins í gær, sem fram fór að Grand Hótel, að stjórnin sjóðsins myndi víkja vegna starfa á liðnu starfsári. Tillagan var borin upp af Þórólfi Árnasyni undir lok fundarins, þegar margir fundargesta voru farnir. Sigurður Áss Grétarsson, formaður stjórnar sjóðsins, staðfesti þetta við Viðskiptablaðið í dag. Hann gat þó ekki tjáð sig frekar um málið að svo stöddu.

Atkvæðagreiðslan fór 19 gegn 18. Meðal þeirra sem greiddu atkvæði gegn tillögunni voru stjórnarmenn sjóðsins, samkvæmt heimildum Viðskiptablaðsins.

Stjórn sjóðsins var gagnrýnd harðlega fyrir að fjárfestingar sínar og ekki síður ónæga upplýsingagjöf um stöðu sjóðsins, samkvæmt heimildum Viðskiptablaðsins. Þá tóku nokkrir sjóðsfélagar til máls og gagnrýndu stjórnina fyrir ráða Ingólf Guðmundsson sem framkvæmdastjóra, en hann starfaði áður á sviði einkabankaþjónustu hjá Landsbankans. Sögðust nokkrir þeirra sem tóku til máls ekki hafa farið vel út viðskiptum sínum við Landsbankann og fundu ráðningunni allt til foráttu. Ingólfur tók þá til máls og gerði grein fyrir störfum sínum fyrir bankann og bakgrunni sínum. Á fundinum var ákveðið að skerða greiðslur um 10%, annað árið í röð. Á fundinum voru ræddar tillögur um að skerða greiðslur enn meira, eða um 15% en niðurstaðan varð 10%.