Sandra Liliana Magnúsdóttir hefur verið ráðin í stöðu samfélagsmiðlastjóra hjá SAHARA. Sandra mun sjá um verkefni sem snúa að umsjón með samfélagsmiðlum, leiða Google Adwords herferðir ásamt því að sinna hönnunarverkefnum. Sandra kemur til starfa frá Extreme Iceland þar sem hún starfaði í markaðsdeild fyrirtækisins þar sem hún sá meðal annars um samfélagsmiðla og hönnunarverkefni að því er kemur fram í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu.

SAHARA er fyrirtæki sem sérhæfir sig í markaðssetningu á netinu og var stofnað 1.september í fyrra. Í dag starfa hjá fyrirtækinu 5 starfsmenn í föstu stöðugildi ásamt verktökum. Frá stofnun fyrirtækisins hefur það komið að fjölbreyttum verkefnum, allt frá almennri umsjón með samfélagsmiðlum til efnissköpunar í kringum viðburði.