*

miðvikudagur, 20. október 2021
Fólk 4. ágúst 2008 16:11

Sanjay Jha ráðinn yfirmaður farsímadeildar Motorola

Ritstjórn

Tæknifyrirtækið Motorola hefur ráðið Sanjay Jha til starfa og verður hann framvegis forstjóri ásamt núverandi forstjóra, Greg Brown.

Sanjay var áður sviðsstjóri hjá Qualcomm Inc. Honum er ætlað að vera yfirmaður símaframleiðslu fyrirtækisins, sem verður aðskilin frá öðrum rekstri þess á næsta ári.

Fréttir af þessu ollu hækkun hlutabréfa Motorola, þar sem fjárfestar höfðu áhyggjur af að ekki fengist nægilega frambærilegur maður í nýja yfirmannsstöðu, sem vitað hefur verið um nokkurt skeið að til stæði að ráða í.