Finninn Olli Rehn, sem fer með efnahagsmál í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, segist þess fullviss um fjármálaráðherrar sambandsins samþykki afgreiðslu fimmta hluta láns þess til Grikklands. Fáist lánið samþykkt munu Grikkir geta varist greiðslufalli fram í september.

Fjármálaráðherrarnir munu einnig ræða á fundinum hvernig þátttaka banka og lífeyrissjóða í stuðningsaðgerðum við Grikkland fram mun eiga sér stað. Ákvörðun um það verður þó sennilega ekki tekin fyrr en á fundi ráðherrana hinn 11. júlí nk.