Sannleikurinn um mál Harrys Quebert.
Sannleikurinn um mál Harrys Quebert.

Sannleikurinn um mál Harrys Quebert eftir Joel Dicker er kominn út hjá Bjarti. Sagan er margverðlaunuð ástar- og glæpasaga sem kom út í Sviss og Frakklandi 2012 og náði gríðarlegum vinsældum um allan heim. Bandaríski útgáfurisinn Penguin greiddi hæsta verð í sögu fyrirtækisins fyrir útgáfuréttinn og gagnrýnendur eru sáttir.

Spænska blaðið El Cultural de El Mundo sagði að bókin væri meistaraverk og í tímaritinu Elle segir: „Þú getur ekki hætt ef þú byrjar á bókinni.“

Sagan segir frá ungum rithöfundi, Marcus Goldman, sem skýst upp á stjörnuhimininn með sinni fyrstu bók en fær svo ritstíflu. Hann leitar aðstoðar hjá sínum gamla læriföður, hinum þjóðþekkta Harry Quebert, en skömmu síðar finnst í garðinum hjá Quebert líkið af Nolu, unglingsstúlku sem hvarf sporlaust rúmum þrjátíu árum fyrr. Friðrik Rafnsson íslenskaði.