Sahara hefur ráðið til sín þrjá nýja starfsmenn, þau Söru Kristínu Rúnarsdóttur, sérfræðing í stafrænni markaðssetningu, Ingu Heiðu Lunddal, samfélagsmiðlafulltrúa,og Ásgeir Inga Valtýsson, samfélagsmiðlafulltrúa.

Sara Kristín Rúnarsdóttir gengur til liðs við Sahara eftir að hafa gegnt starfi birtingarstjóra hjá samfélagsmiðlafyrirtækinu Key of Marketing. Sara hefur starfað við markaðssetningu á netinu frá árinu 2017 og hefur hún meðal annars unnið sem markaðsfulltrúi fyrir Gló á Íslandi og samfélagsmiðlafulltrúi hjá Matcha Bar Copenhagen samhliða námi í Brand & Communications Management í Copenhagen Business School.

Inga Heiða Lunddal starfaði síðast sem viðskiptastjóri Ghostlamp sem er alþjóðlegt markaðsfyrirtæki sem sérhæfir sig í áhrifavaldamarkaðssetningu innan Pipar/TBWA. Inga hefur lokið BA námi í félagsráðgjöf frá Háskóla Íslands og MSc í alþjóðlegri markaðsfræði frá Heriot-Watt University í Edinborg.

Ásgeir Ingi Valtýsson lauk nýverið starfsnámi hjá Sahara í gegnum Háskólann í Reykjavík, en hann útskrifast sem viðskiptafræðingur frá skólanum í vor. Ásgeir starfaði síðast fyrir Red Bull sem Student Brand Manager þar sem hann aðstoðað við markaðssetningu á vörumerkinu á Íslandi.

„Áskoranir sem fyrirtæki hafa þurft að takast á við síðustu mánuði og ár hafa gert það að verkum að mörg fyrirtæki eru farin að horfa meira til stafrænna lausna og markaðssetningar en áður og finnum við fyrir miklum áhuga meðal íslenskra og erlendra fyrirtækja sem vilja leita til stofu eins og Sahara sem getur tekið að sér alhliða þjónustuá sviði markaðssetningar og efnisframleiðslu. Með þessum ráðningum viljum við styrkja hópinn enn frekar til að takast á við þau spennandi verkefni sem eru framundan,“ segir Davíð Lúther, framkvæmdastjóri SAHARA.