*

fimmtudagur, 21. janúar 2021
Fólk 7. september 2020 13:24

Sara Kristín ráðin birtingarstjóri

Auglýsingastofan Key of Marketing ræður Söru Kristínu Rúnarsdóttur sem unnið hefur fyrir Matcha Bar Copenhagen og Gló.

Ritstjórn
Sara Kristín Rúnarsdóttir starfaði sem samfélagsmiðlastjóri samhliða námi í Kaupmannahöfn, en þar áður hjá Gló á Íslandi.
Aðsend mynd

Sara Kristín Rúnarsdóttir hefur verið ráðin sem birtingarstjóri hjá auglýsingastofunni Key of Marketing.

Sara Kristín er 27 ára Viðskiptafræðingur sem hefur sérhæft sig í markaðsfræði. Hún lauk BSc í Viðskiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík árið 2017 en flutti síðar til Kaupmannahafnar þar sem hún lauk MSc í Brand & Communications Management frá Copenhagen Business School.

Sara vann sem markaðsfulltrúi hjá Gló eftir BSc námið, og vann síðar sem samfélagsmiðlastjóri hjá Matcha Bar Copenhagen að hluta til á meðan náminu stóð í Kaupmannahöfn. Hennar ástríða er heildræn ímyndarstjórnun vörumerkja (e. branding), þar sem hugsað er um ímynd vörumerkis sem heildræna mynd af öllum snertiflötum vörumerkisins.

Í tilkynningu er sagt að starfið sé fjölbreytt og skemmtilegt þar sem birtingastjóri Key of Marketing sé með yfirlit yfir auglýsingaherferðir og markaðsstarf viðskiptavina félagsins.