*

föstudagur, 15. nóvember 2019
Fólk 15. október 2013 16:08

Sara Lind ráðin til Icelandic Group

Sara Lind Þrúðardóttir verður framkvæmdastjóri Samskiptasviðs Icelandic Group.

Ritstjórn

Sara Lind Þrúðardóttir hefur verið ráðin sem framkvæmdastjóri Samskiptasviðs Icelandic Group. Hún hefur frá árinu 2009 gegnt starfi framkvæmdastjóra MyM-e Ltd í Bretlandi sem  sérhæfir sig í upplýsingamiðlun og þjónustu við alþjóðleg smásölufyrirtæki einkum og sér í lagi í gegnum www.myretailmedia.com.

„Það er spennandi áskorun að takast á við þetta starf, enda er sjávarútvegurinn ein af grunnstoðum íslensks atvinnulífs,“ segir Sara. „Ég hlakka mikið til að vinna með hæfum hópi starfsfólks hjá Icelandic og taka þátt í öllum þeim skemmtilegum verkefnum sem eru framundan við að nýta þau tækifæri sem búa í þeirri gæðavöru sem seld er víða um heim undir merkjum Icelandic.“ 

Sara Lind starfaði áður sem framkvæmdastjóri kynningarsviðs Baugs Group, sem forstöðumaður kynningar- og markaðsmála hjá ÍAV og kynningarfulltrúi Landsbanka Íslands. Hún er með 20 ára reynslu af samskipta- og kynningarmálum fyrirtækja. Sara er með BA-próf í fjölmiðlafræði frá University of South Alabama og MBA frá Háskólanum í Reykjavík.

Stikkorð: Icelandic Group