Sarah Palin er enn og aftur í útrás. Í þetta sinn í fjölmiðlaheiminum þar sem hún hyggst reka sína eigin fréttastofu á netinu.

Fyrrverandi varaforsetaefni Bandaríkjanna vill bjóða fólki upp á fréttsíðu sem flytur ekki fréttir sem búið er að sía út til þess að þær móðgi ekki eða særi neinn.

Í kynningarmyndbandi fyrir fréttastofuna spyr hún áhorfendur hvort þeir séu þreyttir á fjölmiðlasíunni og segist svo vilja tala beint við áhorfendur sína á sínum eigin foresendum, án þess að þurfa að gera æðra valdi til geðs.

Áskrift af fréttasíðunni mun nema 9,95 dollurum á mánuði, eða sem nemur 1150 íslenskum krónum, eða 99,95 dollara á ári, eða sem nemur 11.500 íslenskum krónum. Hermenn fá ókeypis áskrift.

Hér fyrir neðan má sjá kynningarmyndband fyrir fréttastofuna: