Það er gömul saga og ný að lítið er eftir af þeim hlutabréfamarkaði sem var hér á landi fyrir bankahrun. Við fallið hvarf fjöldi félaga úr Kauphöll Íslands á einni nóttu, og skýrir rúmlega 90% samdrátt markaðsvirðis sem varð í október 2008. Nokkur félög standa þó enn skráð eftir höggið, í Nasdaq OMX Iceland og á First North markaðinum.

Í töflunni hér að neðan má sjá samanburð á viðskiptum með hlutabréf í sjö íslenskum fyrirtækjum sem voru skráð fyrir bankahrun og eru enn. Fyrra tímabilið nær frá miðju ári 2006 og til loka árs 2008. Hið síðara nær frá upphafi árs 2009 og til síðustu mánaðamóta.

Fátt um viðskipti fyrir

Viðskipti með bréf í Nýherja, Sláturfélagi Suðurlands, Hampiðjunni og HB Granda hafa frá ársbyrjun 2009 verið afar lítil. Samtals hafa viðskipti í Kauphöll með bréfin verið færri en 100 talsins samanborið við um 450 á fyrra tímabilinu. Vert er að benda á að báðar tölurnar eru afar lágar í samanburði við önnur fyrirtæki Kauphallar, en um er að ræða fjögur veltuminnstu félögin. Að markaðsvirði er HB Grandi langstærst, en virði félagsins er um 17 milljarðar. Virði Nýherja og Hampiðjunnar er undir 3 milljörðum króna og virði SS er um 190 milljónir.

Hlutabréfaviðskipti fyrir og eftir hrun
Hlutabréfaviðskipti fyrir og eftir hrun

Stækka má myndina með því að smella á hana.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér að ofan undir liðnum Tölublöð.