Heildarviðskipti með hlutabréf á aðalmarkaði Kauphallarinnar námu 868 milljónum króna í dag, og úrvalsvísitalan, OMXI8, lækkaði um 0,57%.

Af 18 skráðum félögum lækkuðu 11, þó aðeins 3 yfir 1%, og 4 hækkuðu, ekkert yfir 1%.

Mest lækkuðu bréf Sýnar, um 2,07% í 88 milljón króna viðskiptum, en þar næst komu bréf Heimavalla með 1,74% hækkun í 15 milljón króna viðskiptum, og Reita með 1,53% lækkun í 52 milljóna viðskiptum.

Icelandair hækkaði eitt félaga um yfir hálft prósent, samtals um 0,61% í 53 milljón króna viðskiptum, en einnig hækkuðu Festi, HB Grandi og Skeljungur lítillega.

Mest viðskipti voru með bréf Marel, 279 milljónir króna sem skiluðu 0,78% lækkun, en næst á eftir komu bréf Skeljungs með 0,28% hækkun í 103 milljóna króna viðskiptum.

Velta með önnur félög en ofangreind nam undir 50 milljónum króna.