Nicolas Sarkozy forseti Frakklands sagði á samkomu Alþjóðaefnahagsráðsins í Davos í dag að Frakkland og Þýskaland myndu aldrei láta evruna falla.

Í ræðu sinni sagðist Sarkozy skilja áhyggjur manna yfir framtíð evrunnar í kjölfar neyðarlána til Grikklands og Írlands.

Hann sagði að hvorki hann né Angela Merkel kanslari Þýskalands myndu snúa baki við evrunni.  Aldrei myndu þau yfirgefa evruna.

Hann bætti við að þeir sem væri á móti evrunni ættu að passa vel upp á aurana sína.