Nicolas Sarkozy, fyrrverandi forseti Frakklands sætir nú formlegri rannsókn vegna gruns um efnahagsbrot. Bókhaldsstofan Bygmalion er einnig sökuð um að hafa framkvæmt brotin.

Hann er sakaður um að hafa falsað bókhald til að heimila honum að taka á móti kosningaframlögum sem voru töluvert umfram hámarks framlög. Franska saksóknaraembættið í París gaf út tilkynningu um rannsóknina nú í morgun.

Sarkozy var forseti Frakklands frá 2007 til 2012 þegar hann tapaði fyrir núverandi forseta, Francois Hollande.