Nicolas Sarkozy, Frakklandsforseti hefur kallað eftir aukinni samhæfingu í hagstjórn meðal evruríkjanna og Seðlabanka Evrópu til að takast á við yfirstandandi erfiðleika á fjármálamarkaði. Þetta kemur fram á BBC.

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur þó sagt að Evrópa muni komast sæmilega frá versta fárviðrinu á fjármálamarkaði, þökk sé krísustjórnun evruríkjanna. Sjóðurinn spáir þó ekki nema 0.2% hagvexti á evrusvæðinu. Verðbólga verður þó aðeins 1,9%.

Sarkozy segir ekki mögulegt fyrir evrusvæðið að halda áfram hagstjórn sinni án formlegra skipaðrar stjórnar efnahagsmála, en þetta sagði hann í ræðu sem var haldin fyrir Evrópuþinginu.