Endurreisn átta sparisjóða, sem Seðlabanki Íslands hefur þegar náð samkomulagi við um endurreisn, mun ekki ganga eftir hjá helmingi sparisjóðanna ef fundur stofnfjáreigenda hafnar samkomulaginu.

Heildarkröfur Seðlabankans, sem hann freistar að fá að mestu til baka með samkomulagi við sparisjóðina, eru upp á 9,5 milljarð króna samkvæmt heimildum Viðskiptablaðsins.

Ýmist er horft til þess að sparisjóðirnir greiði kröfur upp eða að þeim verði veitt víkjandi eða almenn lán.

Ef samkomulaginu verður hafnað af stofnfjáreigendum, í þeim tilvikum þar sem samþykkt þarf að fást á stofnfjáreigendafundi, blasir við gjaldþrot sparisjóðanna í flestum tilvikum, þar sem þeir geta ekki uppfyllt eiginfjárkröfur Fjármálaeftirlitsins (FME) ef framlags frá ríkinu nýtur ekki við.

_____________________________

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum og þeir sem ekki hafa lykilorð geta sótt um það hér .