Flugfélagið SAS hefði getað haldið rekstrinum gangandi í 10 daga til viðbótar þegar félagið samdi við starfsmenn í nóvember síðastliðnum. Samið var við starfsmenn um lægri laun og lengri vinnutíma. Þetta segir Jacob Wallenberg,varaformaður stjórnar SAS, í viðtali við sænska blaðið Dagens Nyheter.

Hann segir þessar aðgerðir ekki hafa verið innantómar hótanir til þess að lækka laun starfsmanna eins og fyrirtækið hefur verið sakað um.

Ef SAS hefði farið í þrot hefði það verið stærsta gjaldþrot í sögu Skandinavíu og 15 þúsund manns hefðu misst vinnuna, segir Jacob.