Samkvæmt því sem segir á Vegvísi Landsbankans lækkaði verð hlutabréfa í norræna flugfélaginu SAS töluvert í dag eftir yfirlýsinguum að það myndi hætta notkun á öllum Dash Q400 flugvélum sínum. Aðgerðin mun hafa mikinn kostnað í för með sér en félagið þarf að fella niður fjölda fluga og vinna í að fá nýjar vélar í stað þeirra 27 sem hætt verður að nota.

Kostnaðurinn er talinn geta numið allt að 400 milljónum sænskra króna.  Þá hefur trúverðugleiki flugfélagsins skaðast verulega og búist við að félagið þurfi að eyða háum fjárhæðum í markaðsmál til að byggja upp ímynd sína að nýju.