SAS ætlar ekki að fljúga millilandaflug frá Árósarflugvelli í Danmörku á næstunni. Samkvæmt sumarplani 2014 sem kynnt var í síðustu viku hafði verið ákveðið að fljúga bæði til Frakklands og KRóatíu frá Árósum.

Eftir því sem fram kemur á vef Jyllands Posten náði SAS ekki samningum við flugvöllinn sem flugfélaginu þótti nógu hagstæðir. SAS mun engu að síður halda áfram að fljúga innanlandsflug í Danmörku frá flugvellinum. Þá vona forsvarsmenn félagsins ennþá að þeir geti náð betri samningum og tekið upp áætlanir um millilandaflug að nýju.