Skandínavíska flugfélagið SAS greindi frá því í dag að flugfélagið mun hefja beint flug frá Stokkhólmi til Íslands í apríl á næsta ári.

SAS verður þá fjórða áætlunarflugfélagið til að þjónusta Ísland, en fyrir á markaðnum eru Icelandair, Iceland Express og British Airways.

Fyrirtækið kynnti auk þess fjórar nýjar flugleiðir til viðbótar frá Stokkhólmi, en þaðan mun fljúga beint frá Stokkhólmi til Munchen í Þýskalandi, Palma de Mallorca og Malaga á Spán og Glasgow á Skotlandi.