SAS og Sterling hafa bæði hætt við flug til Egyptalands vegna þess að andstaða gegn Dönum breiðist um svæðið.

Sterling, sem er í eigu FL Group, sagði að það hefur hætt við öll flug á milli Kaupmannahafnar og Kaíró eftir 11 febrúar, í óákveðinn tíma.

Danski armur SAS hefur hætt við leiguflug sem átti að flytja 162 farþega til Sharm Al Sheik í Egyptalandi. SAS sagði að einungis hafi verið hætt við leiguflugið. Reglubundið flug um svæðið helst óbreytt.

Mótmæli eru í mest öllum Múslimaheiminum vegna teikninga sem birtust af Múhameð í Jyllands-Posten.