*

miðvikudagur, 4. ágúst 2021
Innlent 6. febrúar 2006 15:55

SAS og Sterling hafa hætt við flug til Egyptalands

Ritstjórn

SAS og Sterling hafa bæði hætt við flug til Egyptalands vegna þess að andstaða gegn Dönum breiðist um svæðið.

Sterling, sem er í eigu FL Group, sagði að það hefur hætt við öll flug á milli Kaupmannahafnar og Kaíró eftir 11 febrúar, í óákveðinn tíma.

Danski armur SAS hefur hætt við leiguflug sem átti að flytja 162 farþega til Sharm Al Sheik í Egyptalandi. SAS sagði að einungis hafi verið hætt við leiguflugið. Reglubundið flug um svæðið helst óbreytt.

Mótmæli eru í mest öllum Múslimaheiminum vegna teikninga sem birtust af Múhameð í Jyllands-Posten.