Samtímis sem Icelandair hyggst þenja út starfsemi sína eins og fram kom hér á vb.is í morgun hefur skandinavíska flugfélagið SAS tilkynnt að enn þurfi að hefja niðurskurðarhnífinn á loft og taka til í rekstrinum. SAS hefur lengi barist við arðsemisvandamál og hefur fyrirtækinu margoft verið spáð gjaldþroti.

Að sögn forstjóra SAS, Rickard Gustafsson, er ekki víst að þetta muni hafa í för með sér uppsagnir en gengi hlutabréfa fyrirtækisins hefur helmingast á liðnu ári.