Tap á rekstri skandinavíska flugfélagsins SAS nam 505 milljónum sænskra króna fyrir skatt á fyrsta ársfjórðungi ársins.  Er þetta umtalsvert betri afkoma en í fyrra en þá tapaði félagið 844 milljónum fyrir skatt á sama tíma.

Félagið tapaði 373 milljónum sænskra króna eftir skatt á tímabilinu sem svara til 7 milljörðum íslenskra króna.

Félagið þakkar sparnaði bættri afkomu og gerir ráð fyrir hagnaði á árinu hækki olíuverð ekki mikið.

© Gunnhildur Lind Photography (Gunnhildur Lind Photography)
Afkoma félagsins á 1Q frá 2008. Hægt er að smella á myndina til að stækka hana.

Hér má sjá árshlutauppgjörið í heild.