„Ég hefði alveg getað hugsað mér að reka fyrirtæki eða stunda fræði sem tengjast stjórnun. Ég hugsa samt að ég hefði ekki orðið góður stjórnmálamaður, ég er of mikill grúskari. Minn draumur er að grúska á daginn og grilla á kvöldin," segir Hannes H. Gissurarson stjórnmálafræðiprófessor og glottir við þegar hann er spurður að því í ítarlegu viðtali við Viðskiptablaðið hvort það hafi alltaf verið markmiðið að gerast hluti af fræðasamfélaginu eða hvort hann hafi haft einhverjar aðrar væntingar um framtíðina, t.d. að fara út í viðskipti eða stjórnmál.

Hér vísar Hannes til frægra ummæla sinna, sem gjarnan eru notuð gegn honum, þegar hann sagði fyrir nokkrum árum að Sjálfstæðismenn væri fólk sem vildi „græða á daginn og grilla á kvöldin" í sjónvarpsviðtali á Stöð 2. Aðspurður frekar um þessi ummæli segist hann ekki sjá eftir þeim.

„Að sjálfsögðu ekki. Þetta er draumur flestra venjulegra og heilbrigðra einstaklinga," segir Hannes ákveðinn.

„Stærstur hluti Íslendinga eru borgaralega sinnaðir, þeir vilja stofna heimili, eignast börn og komast vel af í lífinu. Hver vill ekki njóta þess að vera í faðmi fjölskyldunnar eftir erfiði og afrakstur dagsins? Við þurfum að hlúa að þessu unga fólki. Við þurfum að gefa þeim tækifæri á að lifa þægilegu lífi, veita sjálfsbjargarhvötinni útrás, hagnast og gefa þeim svigrúm til að njóta þess."

Hannes Hólmsteinn verður sextugur í næstu viku og stendur því á tímamótum. Í viðtali við Viðskiptablaðið fer Hannes yfir rúma þriggja áratuga baráttu sína fyrir frjálshyggjunni, stöðuna í stjórnmálunum, hlutverk ríkisvaldsins, orsakir bankahrunsins auk þess sem hann tjáir sig um samskipti sín við samkennara sína sem hann tekst oft á við á opinberum vettvangi.

Meðal annars efnis í blaði morgundagsins er:

  • Söluferlið á Íslandsbanka skammt komið
  • Seðlabankinn hefur selt evrur fyrir milljarða frá áramótum
  • World Class samstæðan rekin með tapi og neikvæðu eigið fé
  • Íslandsbanki notast við kaupaukakerfi FME
  • Kanadískur markaður er opinn fyrir íslenskum vörum
  • Stóru ráðgjafarverkefnin fara til bankanna
  • Brot á verklagsreglum þyngir ekki refsingu
  • Seðlabankinn sameinar dótturfélögin sín
  • Miklu fleiri verða gjaldþrota hér en hlutfallslega á hinum Norðurlöndunum
  • Hrein skuld ríkissjóðs nemur 850 milljörðum króna
  • Búist við meiri vexti hjá Icelandair Group
  • Allt um Viðskiptaþing Viðskiptaráðs
  • Háskólinn í Reykjavík og menntun ábyrgra stjórnenda
  • Leikmannakaup og annar kostnaður í enska boltanum
  • Óðinn segir efnahagsáætlun AGS og íslenskra stjórnvalda komna í öngstræti
  • Valdimar Halldórsson skrifar um Grænland sem land tækifæranna
  • Hvernig dafnar ástin á Valentínusardag? Viðskiptablaðið ræddi við fjóra einstaklinga um daginn
  • Nærmynd af Ásbirni Gíslasyni, forstjóra Samskipa
  • Huginn & Muninn eru á sínum stað auk Týs sem fjallar um Hörpuna - draum fárra en martröð margra
  • Þá eru í blaðinu myndasíður, pistlar og margt, margt fleira