Douglas Frenkel er prófessor við lagadeild University of Pennsylvania og virtur sáttamiðlari í Bandaríkjunum en hann hefur skrifað bæði bækur og fræðigreinar um sáttamiðlun.

Sáttamiðlun gengur út á að fá deiluaðila til að leysa vanda sín á milli af fúsum og frjálsum vilja með sjálfstæðum sáttamiðlara, en allt sem fer fram í sáttamiðlun er trúnaðarmál og eru aðilar því líklegri til að ræða opinskátt um vandamálin sín á milli.

„Sáttamiðlun getur átt við í raun hvaða deilu sem er, hvort sem deilan er persónuleg, s.s. ágreiningur við nágranna; forræðismál eða deilur milli fyrirtækja eða þjóða,“ segir Frenkel. Hann segir sáttamiðlun leiða til þess í mörgum tilfellum að aðilar málsins ekki aðeins komist að niðurstöðu sem henti þeim báðum, öfugt við t.d. málsmeð­ ferð fyrir dómstólum þar sem nið­ urstaðan sé oft einungis öðrum aðilanum í hag. „Sáttameðferð getu einnig sparað lögmannskostnað, t.d. í skilnaðarmálum þar sem báðir aðilar þurfa að leita sér lögmannsaðstoðar en kostnaður við slíkt myndi koma úr sameiginlegum sjóðum. Þetta er ekki endilega sambandsráðgjöf en í mörgum tilfellum læra aðilar að útkljá framtíðar ágreiningsefni án aðkomu dómstóla.“

Allir vinna

Douglas tekur dæmi um mál þar sem hann hafði verið fenginn til að vera sjálfstæður sáttamiðlari milli fyrirtækis og starfsmanns sem hafði nýlega fengið stöðulækkun. „Fyrirtækið sagði að hann hefði staðið sig illa en starfsmaðurinn hélt því fram að stöðulækkunin væri vegna kynþáttar síns, en fyrirtækið hafði þegar fengið slæma fjölmiðlaumfjöllun vegna svipaðra mála. Í sáttameðferð viðurkenndi starfsmaðurinn að hann hefði ekki staðið sig nógu vel en það kom í ljós að hann hafði nýlega átt í fjölskylduerfiðleikum og það hentaði honum illa að vinna hefðbundna dagvinnu vegna þessa. Fyrirtækið uppljóstraði einnig að það hefði nýlega keypt fyrirtæki og vantaði starfsmann í næturvinnu.“

Douglas segir að ef málið hefði farið fyrir dóm þá hefði starfsmaðurinn aldrei viðurkennt fjölskylduerfiðleikana því að það hefði mögulega getað rennt stoðum undir það að starfsmaðurinn hefði staðið sig illa. Kaupin á hinu fyrirtækinu voru einnig ekki opinber á þeim tíma. Starfsmaðurinn endaði með því að vera ráðinn sem deildarstjóri í hinu fyrirtækinu. „Þetta er gott dæmi um hvernig báðir aðilar geta hagnast á óháðri sáttamiðlun.“

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð