Guðlaug Kristjánsdóttir, formaður BHM, er gagnrýnin á stöðugleikasáttmálann sem gerður var árið 2009 og segir hann aðeins hafa gilt öðru megin í jöfnunni. „Launin voru fryst en ekkert var fryst sem hét opinber gjöld. Það lenti á okkar hópi, háskólamenntuðum millitekjuhópum, og stílað inn á að sækja fé til okkar.“

Hafa þessi kjör unnist til baka?

„Launin hafa að einhverju leyti verið að hreyfast, þó síður hjá hinu opinbera. Það var einnig ólíkt eftir vinnuveitendum hvernig farið var að, hvort vinnutímar voru skornir niður eða aukagreiðslur teknar burt. Kjörin hafa gengið til baka að mismiklu leyti. Reykjavíkurborg er dæmi um vinnustað sem hefur verið lengi að taka við sér.“

Ítarlegt viðtal er við Guðlaugu í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér.