Byggingafélag námsmanna (BN) vinnur nú að því að ógilda samninga um byggingu á húsnæði við Einholt-Þverholt sem gerðir voru í tíð fyrrum stjórnenda, en eins og kunnugt er var formanni og fjármálastjóra BN vikið frá störfum fyrr í vetur og meint fjármálamisferli þeirra kært til efnahagsbrotadeildar Ríkislögreglustjóra.

„Þeir voru beggja vegna borðsins og gerðu mjög óhagstæða samninga til að maka eigin krók í gegnum fyrirtæki í þeirra eigu,“ segir Jón Ólafur Valdimarsson, framkvæmdastjóri Bandalags íslenskra námsmanna.

Hann segir að athæfi umræddra aðila hafi haft slæm áhrif á fjárhag BN en með ógildingu samninga standi vonir til að hægt verði að lagfæra reksturinn. Hann sjái ekki fyrir sér að BN komi til með að halda áfram byggingu námsmannaíbúðanna við Einholt-Þverholt, en öðrum framkvæmdum á þess vegum verði á óbreyttu haldið áfram.

_____________________________________

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu í dag. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum. Þeir áskrifendur sem ekki hafa sótt um aðgangsorð til að lesa blaðið á vefnum geta gert það hér .