Framleiðslufyrirtækið Tjarnargatan undirritaði nýlega samning við Höfuðborgarstofu og Íslandsstofu um upptöku og eftirvinnslu á myndefni og myndböndum fyrir helstu viðburði sem haldnir eru í Reykjavík og nágrenni. Meðal þeirra viðburða sem um ræðir eru Food and Fun, Hönnunarmars, Reykjavík Fashion festival, Gaypride, menningarnótt, Reykjavíkurmaraþon og fleira. Efnið verður notað til landkynningar og má þar helst nefna Inspired by Iceland og Iceland Naturally herferðirnar. Tjarnargatan var stofnuð árið 2011 af þeim Einari Benedikt Sigurðssyni og Arnari Helga Hlynssyni.

Í samtali við Viðskiptablaðið rifjar Einar Benedikt upp að til að byrja með hafi þeir stofnað fyrirtækið í stofunni heima hjá sér og unnið þaðan fyrstu sex mánuðina, þar sem þeir leigðu saman á þeim tíma. Síðan þá hefur fyrirtækið vaxið jafnt og þétt og þar starfa nú átta manns. „Eftir að hafa starfað í markaðsmálum sáum við ákveðna vöntun á þeim lið sem snýr að framleiðslunni sjálfri,“ segir Einar Benedikt.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér að ofan.