Matvælastofnun birtir hagtölur um búfjárfjölda á landinu fyrir árið 2015 en samkvæmt þeim fjölgaði svínum í landinu og naugripum en sauðfé fækkaði.

Hrossafjöldinn óvissari

Svínafjöldinn er nú kominn í 3.518 en þau voru áður 2.995, nautgripafjöldinn fór í 78.776 úr 74.444 en sauðfé fækkaði um 14.540 milli ára úr 487.001 í 472.461 svín.

Segir í fréttatilkynningu stofnunarinnar að fjöldi hrossa sé óviss, en unnið sé að því að bæta gagnaskráningu búfjáreigenda. Verður frá og með í haust á ábyrgð umráðamanna hrossa að skila inn skýrsluhaldsupplýsingum. Eiga þær að innihalda afdrif þeirra, fyljun og folaldaskráningu.