Saudi Arabía mun auka olíuframleiðslu sína um hálfa milljóna tunna á dag í júlí. Þetta kemur fram í frétt New York Times.

Samkvæmt frétt NY Times voru þessar áætlanir kynntar embættismönnum Saudi Arabíu fyrir skömmu. Talsmaður Hvíta Hússins segist fagna þessari ákvörðun Saudi Araba. Talsmaður olíuráðuneytis Saudi-Arabíu neitaði að tjá sig um málið en ítrekaði að aðalmarkmið þeirra sé að koma stöðugleika á olíumarkað á ný.

Aukningin nú eykur olíuframleiðslu Saudi Araba í 10 milljónir tunna á dag.