Hvergi í heiminum er framleidd eins mikil olía eins og í Saudi-Arabíu. Ráðamenn þar í landi hafa nú frestað öllum áætlunum um að auka framleiðslugetu á olíu þar í landi.

Orkumálaráðherra landsins, Ali Naimi, sagði í viðtali nýlega að þeir geti enn framleitt meira en þörf er á, og að samkvæmt spám þurfi þeir ekki að auka framleiðslugetu sína fyrr en í fyrsta lagi árið 2020.

Spár Alþjóðaorkumálastofnunarinnar eru á öðru máli. Nýjasta spá þeirra segir að jafn vel þó að öll markmið um aukningu lífræns eldsneytis og meiri nýtingu olíu næðust í næstu viku yrði samt þörf á að auka framleiðslu OPEC ríkjanna á olíu um 11,5 milljónir tunna á dag árið 2030. Saudi-Arabía framleiðir í dag 12,5 milljónir tunna.

Framleiðsluaukningin yrði því að vera meira en 50% meiri en hún var frá 1980 til 2006.