Eigendur breska knattspyrnufélagsins Liverpool, Bandaríkjamennirnir Tom Hicks og George Gillett, hafa staðfest að þeir leita núna nýrra fjárfesta til að koma að félaginu.

Orðrómur um þetta fór af stað síðustu helgi þegar prins frá Saudi Arabíu, Faisal bin Fahd bin Abdullah al-Saud sagði, eftir að hafa mætt á leik hjá Liverpool, að hann væri tilbúinn til að greiða á milli 200 + 350 milljón Sterlingspunda fyrir helmings hlut í félaginu.

Hicks og Gillett segja málið þó aðeins á byrjunarstigi en til gaman má rifja upp að þeir greiddu aðeins 147 milljónir punda fyrir allt félagið árið 2007.

Skuldir félagsins nema hins vegar um 245 milljónum punda en alls voru um 60 milljónir punda greiddar í skuldir í júlí s.l., þ.m.t .45 milljóna punda skuldabréf sem var á gjalddaga.