*

miðvikudagur, 28. júlí 2021
Innlent 19. mars 2015 17:23

Sautján aðildarfélög BHM í verkföll eftir páska

Mikill meirihluti félagsmanna í sautján aðildarfélögum BHM samþykkti verfallsaðgerðir í kosningu.

Ritstjórn
Haraldur Jónasson

Sautján aðildarfélög BHM sem eru með lausa kjarasamninga hafa samþykkt að boða til verkfalla eftir páska, en atkvæðagreiðslu um aðgerðir lauk í dag. Í tilkynningu segir að ljóst sé að með þessari niðurstöðu hafi félagsmenn hafnað því tilboði sem ríkið hefur lagt fram.

BHM mun á morgun tilkynna fjármála- og efnahagsráðherra, forstöðumönnum fimm ríkisstofnana og ríkissáttasemjara um að verkföll félagsmanna bandalagsins muni hefjast í vikunni eftir páska.

Félagsmenn í sautján aðildarfélögum greiddu atkvæði um verkfallsaðgerðir og var heildarþáttaka um 80%. Í meiri hluta félaga voru aðgerðir samþykktar með í kringum 90% atkvæða.

Verkföllin munu taka til fimm ríkisstofnana og hefjast 7. og 20. apríl. Að auki munu allir félagsmenn BHM hjá ríkinu fara í hálfsdags verkfall þann 9. apríl.

Verkföll sem hefjast 7. apríl:

  • LSH-ljósmæður í ótímabundið verkfall frá 7. apríl (alla þriðjudaga, miðvikudaga og fimmtudaga). 
  • FAS -ljósmæður í ótímabundið verkfall frá 7. apríl (alla mánudaga og fimmtudaga). 
  • Allir geislafræðingar í ótímabundið verkfall frá 7. apríl 
  • Allir lífeindafræðingar í ótímabundið verkfall alla virka daga frá kl.8.00-1200 (mán,þrið,miðv, fimmtud og föst). 
  • FÍN á LSH í ótímabundið verkfall frá 7. apríl 
  • Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu – (SL) í ótímabundið verkfall frá 7. apríl

Verkföll sem hefjast 20. apríl:

  • Matvælastofnun – (FÍN –SHMN-DÍ) ótímabundið verkfall frá 20. apríl
  • Fjársýslan –FHSS tímabundið verkfall frá 20. apríl 2015 til kl. 24:00 föstudaginn 8. maí 2015. 
  • Allir dýralæknar ótímabundið ótímabundið verkfall frá 20. apríl
Stikkorð: BHM Kjarasamningar 2015 Verkföll