Svava sem gjarnan er kennd við fataverslanir Sautján hagnaðist um 17 milljónir í gegnum félagið Sautján ehf. á árinu 2011. Tekjur félagsins af seldum vörum námu 244 milljónum á árinu. Félagið var stofnað árið 2009 og sagði Svava þá aðspurð í fjölmiðlum að félaginu væri ekki ætlaður mikill rekstur heldur vildi hún stofna það til að halda nafninu Sautján.

Samkvæmt umsókn Svövu til einkaleyfastofu þegar hún opnaði verslunina Karakter stuttu síðar var það þó gert undir félaginu Sautján ehf. Auk Sautján ehf., sem Svava á ein, eiga hún og Björn K. Sveinbjörnsson saman félagið BS Trading ehf, sem einnig er verslunarfyrirtæki sérhæft í tískufatnaði, og skilaði það 27,9 milljóna hagnaði árið 2011. Þriðja félagið, NTC ehf. sem er að fullu í eigu Svövu, hefur ekki skilað ársreikningi fyrir árið 2011. Tæpur helmingshlutur í félaginu NTC hf. er í eigu félagsins Sautján ehf.