Sautján ehf., félag í eigu Svövu Johansen, tapaði 3,6 milljónum króna á síðasta ári samkvæmt ársreikningi félagsins. Þetta er viðsnúningur á rekstrinum því árið 2012 hagnaðist félagið um 10,5 milljónir og árið 2011 um 17 milljónir.

Eignir félagsins, sem sérhæfir sig í heildsölu á tískufatnaði og fasteignarekstri, eru metnar á 101,5 milljónir en voru metnar á 133 milljónir árið 2012. Ein helsta eign Sautján ehf. er 46,4% eignarhlutur í félaginu NTC ehf., sem einnig er í eigu Svövu. Skuldir Sautján ehf. dragast saman milli ára. Þær námu 33 milljónum í fyrra en 61 milljón árið 2012.