Sautján umsóknir bárust um laust starf skrifstofustjóra kjara- og mannauðssýslu ríkisins en umrædd skrifstofa er hýst innan fjármála- og efnahagsráðuneytisins.

Á ábyrgðarsviði verðandi skrifstofustjóra verður meðal annars samskipti við forstöðumenn ríkisstofnana um mannauðsmál auk þess sem skrifstofan ákveður kaup og kjör þeirra. Sverrir Jónsson hefur stýrt störfum skrifstofunnar undanfarin ár en hann hvarf nýverið á braut til annarra starfa í Brussel.

Meðal umsækjenda er Guðjón Helgi Einarsson en sá hefur meðal annars starfað sem verkefnastjóri hjá Sýn. Slíkt hið sama gera listakonan og -fræðingurinn Hulda Hlín Magnúsdóttir, Sigrún María Ammendrup, verkefnastjóri hjá Háskóla Íslands, og Sara Lind Guðbergsdóttir, sviðsstjóri hjá Ríkiskaupum.

Nöfn og starfstitla allra umsækjenda má sjá hér að neðan en þau eru að þessu sinni í öfugri stafrófsröð.

  • Þorbjörg Jóhannsdóttir, verkefnastjóri
  • Sigrún María Ammendrup, verkefnastjóri
  • Sara Lind Guðbergsdóttir, sviðsstjóri
  • Nikola Kovacic, rekstarstjóri
  • Krystsina Tsiutchanka, sérfræðingur á stjórnssýslusviði
  • Ingibjörg Eðvaldsdóttir, grunnskólakennari
  • Ingi Guðmundur Ingason, viðskiptafræðingur
  • Hulda Hlín Magnúsdóttir, listfræðingur
  • Hilmar Þórðarson, ráðgjafi
  • Hallgrímur Viðar Arnarson, viðskiptafræðingur
  • Gunnar Kristinn Þórðarson, guðfræðingur
  • Guðjón Helgi Egilsson, framkvæmdastjóri
  • Einar Már Hjartarson, viðskiptafræðingur
  • Bjarni Hallgrímur Bjarnason, teymis- og verkefnastjóri
  • Aldís Magnúsdóttir, sérfræðingur
  • Agnes Guðjónsdóttir, yfirlögfræðingur
  • Aðalbjörg Katrín Arnórsdóttir, sérfræðingur í kjaramálum