Saxbygg og Glitnir eru aðaleigendur nýs fasteignafélags, Eikar Properties, sem er eitt stærsta fasteignafélag landsins með miklar eignir, m.a. á lykilstöðum í Reykjavík og Kópavogi en fasteignir félagsins eru samtals vel á þriðja hundrað þúsund fermetrar.

Stærsta einstaka eignin er Smáralindin í Kópavogi en auk þess á félagið miklar eignir í miðborg Reykjavíkur, þar á meðal margar eignir í Austurstræti. Miðað við uppgjör þeirra félaga sem mynda Eik Properties var velta félagsins í fyrra um 3,1 milljarður króna og hagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði (EBITDA) um 1,8 milljarðar króna.

FL Group keypt út

Saxbygg, sem er um það bil í helmingseigu Saxhóls (Nóatúnsfjölskyldan) og BYGG (Byggingarfélag Gylfa og Gunnars), verður leiðandi í hinu nýstofnaða félagi með 52% eignarhlut.

Eignarhlutur Glitnis er 46% en aðrir fjárfestar eiga þau 2% sem út af standa en Glitnir vann sem ráðgjafi í verkefninu

_______________________________________

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu í dag. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum. Þeir áskrifendur sem ekki hafa sótt um aðgangsorð til að lesa blaðið á vefnum geta gert það hér .