Danski bankinn Saxo Bank sendi í morgun frá sér viðvörun til viðskiptavina um að bankinn myndi kl. 13:30 í dag loka fyrir öll viðskipti með íslenskar krónur.

Öllum stöðum sem verða í íslenskum krónum þá verður jafnframt lokað.

Í viðvörun bankans kemur fram að vegna þess óróleika sem nú ríkir á mörkuðum sé mikil spenna í kringum viðskipti með íslenskan gjaldmiðil.

„Við hörmum því að þurfa að tilkynna að vegna áhrifa hræringa á alþjóðamörkuðum með íslensku krónuna hefur Saxo Bank ákveðið að loka fyrir viðskipti með íslensku krónuna,“ segir í viðvörun bankans.

Þá kemur fram að bankinn mun leggja sig fram um að hafa samband við viðskiptavini sína í dag og bjóða þeim að loka stöðum sínum sem eru í íslenskum krónum.