Sænski vörubifreiðaframleiðandinn Scania kynnti á mánudaginn sérstaka arðgreiðsluáætlun, sem lofar hluthöfum 65 milljörðum króna, með greiðslum um 35 sænskra króna á hlut, segir frétt Dow Jones.

Með þessu hyggst Scania standa í vegi fyrir óvinveittu yfirtökuboði þýska samkeppnisaðilans MAN, en Scania segir það vanmeta verðmæti fyrirtækisins verulega.

Forstjóri Scanina, Leif Oestling, hefur gagnrýnt aðfarir MAN harðlega og segir þær sýna verstu tegund þýskrar hegðunar, þar sem hún sé fjandsamleg og dónaleg.

MAN hækkaði nýverið boð sitt í Scania í 475 sænskar krónur á hlut, MAN jók einnig hlut sinn í fyrirtækinu í 14,3%.