„Ég er nokkuð efins um að við náum að klára þetta fyrir mánudaginn, en ég útiloka það ekki,“ sagði Wolfgang Schauble, fjármálaráðherra Þýskalands. Þar vísar hann til þeirrar undirbúningsvinnu sem unnin er frá hendi grikkja áður en þeir þiggja fjárhagsaðstoð frá evrusvæðunum en fjármálaráðherrar Evrópusambandsríkja munu funda í Brussel mánudaginn 11. maí næstkomandi.

Grikkir þurfa að greiða Alþjóðagjaldeyrissjóðnum rúmlega milljarð evra fyrir 12. maí næstkomandi og þurfa að undirgangast ýmis skilyrði til að þeir geti þegið um 7,2 milljarða evra í fjárhagsaðstoð og möguleika á öðrum björgunarpakka síðar á árinu frá Alþjóðagjaldeyrissjóðinum og Evrópusambandinu.

Nánar er fjallað um málið á vef Bloomberg .