Sigmundur Davíð Gunnlaugsson var í viðtali við Bylgjuna í Bítið í morgun þar sem hann ræddi m.a. um Schengen samstafið. Sigmundur sagði:

„Ef að framheldur sem horfir eins og staðan er núna, þá er þetta í raunninni bara úr sögunni. Því ytri landamærin eru opin. Það koma þúsundir, stundum meira en tíu þúsund manns inn fyrir Schengen á degi hverjum án þess að það sé með eðlilegum hætti. Fyrir vikið eru menn farnir að loka landamærum hér og þar í Evrópu.“

Sigmundur segir það augljóst að þetta muni hafa áhrif á okkur ef þetta breytist ekki. Hann spyr hvort hægt sé að hafa eftirlit með ferðum milli Svíþjóðar og Danmerkur, án þess að Íslendingar hafi þá eftirlit með vegabréfaumferð milli Íslands að sama sinni.